Jarðvegsþjónusta

Almennur gröftur og efnisskipti

Ferlið

Mikilvægt er að verktaki kynni sér teikningar og hættur áður en gröftur byrjar til að fyrirbyggja að lagnir neðanjarðar skemmist.

Uppgröftur er fjarlægður jafnóðum ef ekki á að notast aftur til uppfyllingar.

Við uppfyllingu er mikilvægt að rétt jarðvegsefni sé notað og þjappað nægjanlega til að jarðsig verði ekki með tímanum og valdi skemmdum.

Algengar vangaveltur og úrlausnir

Lausnir / Tengslanet

Við jarðvegsframkvæmdir er ekki óalgengt að ýmsar spurningar vakni, allt frá því hvað þarf að gera og hvernig fer það fram og hvert á að snúa sér.

Sé þörf á pípara við framkvæmdir, erum við hjá Mok í þéttri samvinnu við fagmenn á því sviði og getum haft milligöngu ef óskað.

Ekki er óalgengt að þörf sé á steypusögun/malbikssögun eða kjarnaborun við jarðvegsframkvæmdir, við hjá Mok erum í mjög góðu samstarfi við fagmenn á því sviði.

Framkvæmdir

Verksvið

Mok hefur góðan tækjakost til umráða og tökum að okkur ýmis verkefni, allt frá greftri innanhúss, almennum lóðarframkvæmdum upp í gröft fyrir nýjum húsum.

Ekkert verk er það óviðráðanlegt að ekki finnist viðráðanleg lausn.

Hafa samband

Það eru nokkar leiðir til að hafa samband við okkur,

  • Senda tölvupóst á mok@mokmok.is

  • Hringja í 866-1234

  • Senda fyrirspurn hér á síðunni

Um fyrirtækið Mok

Fyrirtækið heitir Mokmok ehf. en í daglegu tali kallast það Mok, það hefur höfuðstöðvar á Suðurnesjum en þjónustar mun víðar um land.